Spirulina og brjóstagjöf

09.12.2005

Hæ og takk fyrir frábæran vef!

Mig langar að vita hvort að það sé í lagi að taka Spírulina inn þegar að maður er með barn á brjósti.

Takk, Íris.

.............................................................................

Sæl og blessuð Íris.

Já, það ætti að vera í lagi fyrir þig að taka inn Spirulina í ráðlögðum skömmtum. En eins og ég legg alltaf áherslu á þá er fjölbreytt fæði besta uppspretta allra næringar og bætiefna.

Með bestu kveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9. desember 2005.