Spurning vegna svars um þídda mjólk

18.10.2009

Sæl!

Nú kom svar á ljosmodir.is um geymsluþol brjóstamjólkur um að hún geymdist 7-8 daga í kæli. Nýbakaðar mæður fá möppu frá heilsugæslunni og þar stendur að brjóstamjólk geymist aðeins 2-3 daga í kæli. Er öruggt að hún geymist í viku? Eru uppl. frá heilsugæslunni þannig rangar?

Bestu kveðjur.


 

Sæl og blessuð!

Já, það er öruggt að brjóstamjólk geymist svona lengi við hitastigið 0-4°C. Samkvæmt rannsóknum geymist hún jafnvel lengur. En það er alltaf miðað við að fara öruggu leiðina. Upplýsingar í heilsugæslu eru miðaðar við heitari ísskápa. Reyndar er verið að vinna nýtt efni fyrir heilsugæsluna um brjóstagjöf.

Með bestu kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. október 2009.