Spurt og svarað

08. apríl 2006

Stálmi, sár, plasthattur, brjóstakrem

Sælar og takk fyrir góða síðu.

Mig langar að vita í hvað langan tíma stálmi er í brjóstunum. Ég er með smá sár á geirvörtunum - á ég að fá mér plasthatt eða bara vera duglegri að nota brjóstakrem.

Kveðja, Olla.


Sæl og blessuð Olla.

Stálmi varir stutt ef rétt er við honum brugðist. Kannski 1 sólarhring með verstu einkennunum en svo getur hann verið nokkra daga að smá fjara út. Ef upphaf brjóstagjafarinnar hefur gengið illa þannig að stálmi hafi náð að verða slæmur getur hann verið 7-10 daga að hverfa alveg. Ef þú ert með smá sár á geirvörtunum er mikilvægast að láta barnið grípa rétt utan um vörtuna til að þau geti gróið. Svo er best að þvo þau vel eftir gjafir og þurrka. Ef þau eru opin þarftu að setja plastfilmu yfir þau milli gjafa til að vernda sárin. Þú átt alls ekki að nota plasthatt þar sem hann tefur gróandann og kennir barninu að taka vitlaust vörtuna. Þú átt heldur ekki að nota brjóstakrem og ef þú hefur verið að gera það þá er rétti tíminn til að hætta því núna.

Með bestu ósk um að allt fari að ganga vel,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
8. apríl 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.