Staðdeyfing

12.12.2012
Góðan dag.
Ég er með einn lítinn á brjósti (bara á brjósti) en nú á að fjarlægja fæðingablett af brjóstinu sjálfu og verður því notuð staðdeyfing á/í brjóstið. Hefur þetta áhrif á brjóstamjólkina? Ef svo er, hversu lengi er þetta að fara úr, þ.e. hvenær má ég aftur byrja að gefa barninu að drekka úr umræddu brjósti?
Sæl
Staðdeyfing hefur ekki áhrif á brjóstamjólkina, það er venjulega notað mjög lítið magn deyfilyfs við þessar aðgerðir og efnið einnig fljótt að fara úr líkamanum. Hér getur þú líka lesið svar við svipaðri fyrirspurn. Þar sem verið er að fjarlægja blett af brjóstinu sjálfu er ef til vill gott fyrir þig að gefa barninu af því brjósti sem á að fjarlægja blettinn af stuttu áður en aðgerðin fer fram til að minnka óþægindi fyrir þig.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. Desember 2012