Deyfisprey fyrir brasíliskt vax?

10.10.2008

Ég var að spá í hvort að það væri óhætt að setja deyfisprey þegar maður er að fara í brasilískt vax hvort það skaði litla krílið eitthvað.


Sæl!

Verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þú ert að meina. Ef þú átt við deyfisprey eins og notað er til að deyfa spöngina með þá gengur það ekki. Í fyrsta lagi þá virkar deyfispreyið ekki á heila húð, eingöngu á slímhúð eða rofna húð því efnið þarf að komast í snertingu við blóðrás. Í öðru lagi þá er þetta lyfseðilsskylt efni og ekki á færi almennings að nota.

Vona að ég sé ekki að misskilja þig.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. október 2008.