Storknuð mjólk í gerirvörtu 6 mánuðum eftir að brjóstagjöf er hætt

21.05.2007

Ég hætti með dóttur mína á brjósti fyrir 5 mánuðum síðan. Stuttu síðar tók ég eftir að á annarri geirvörtunni eru restar af mjólk, eins og mjólkin hafi verið þykk og storknað i göngunum. Og er enn i dag. Er þetta eitthvað sem ég ætti að láta kíkja á, eða á þetta eftir að renna út þegar ég verð ófrísk af næsta barni? Er þetta kannski ansi stíflaður mjólkurgangur?

 


Sæl og blessuð.

Það er um að gera að láta þetta alveg eiga sig. Það er að segja ef þú hefur engin óþægindi. Þetta er mjólkurbóla sem á eftir að hverfa af sjálfu sér. Það tekur stundum marga mánuði en ef hún truflar ekki sem yfirleitt er ekki þá sér líkaminn um að eyða þessu. Þetta er ekki beinlínis mjólk en þó búið til úr efnum úr henni. Sennilega stíflar þetta ekki gang og kemur ekki til með að trufla neitt við næstu brjóstagjöf.

Með bestu kveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
21. maí 2007.