Strata/Trimform og brjóstagjöf

26.06.2007

Halló og takk fyrir frábæran vef.

Mig langar til að vita hvort Strata eða Trimform hafi áhrif á brjóstagjöf. Einhver sagði að það mætti ekki setja blöðkurnar á efri hluta líkamanns, er það rétt?

Takk fyrir mig!


Sæl og blessuð.

Ég held að það ætti að vera í lagi að nota svona í hófi. Það er mikilvægt að lesa allar leiðbeiningar vandlega og fara eftir þeim, sérstaklega ef eitthvað er um mjólkandi mæður og áhrif á þær. Leitaðu upplýsinga hjá þeim sem bjóða upp á þessar meðferðir.                  

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. júní 2007.