Strepsils og brjóstagjöf

30.08.2007

Sæl!

Mig langar til þess að vita hvort að það sé ekki í lægi að taka munnsogstöflurnar Strepsils þegar maður er með barn á brjósti? Ég er komin með leiðinlega hálsbólgu, illt í eyrun, stíflað nef og höfuðverk. Var að spá hvort ég mætti nota Strepsils, hvaða verkjatöflum væri mælt með og hvort ég mætti nota Otrivin nefúða. Ég veit að ég mátti ekki nota Otrivin nefúðan á meðan ég var ólétt, og þá notaði ég Neziril og saltvatn, en mér finnst Otrivin virka best.

Með þökk fyrir frábæran vef.

Íris.

 


 

Sæl og blessuð Íris.

Jú, það er allt í lagi að nota Strepsil og Otrivin. Varðandi verkjatöflurnar þá geturðu notað þær sem þú veist að virka vel fyrir þig. Það er algengast að nota Paratabs eða aðrar sem fást án lyfseðils. Íbúfen virka líka vel á marga. Lestu bara utan á pakkann um hve oft þú mátt taka þær og í hvaða skömmtum.

Góðan bata.

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
30. ágúst 2007.