Spurt og svarað

30. ágúst 2007

Strepsils og brjóstagjöf

Sæl!

Mig langar til þess að vita hvort að það sé ekki í lægi að taka munnsogstöflurnar Strepsils þegar maður er með barn á brjósti? Ég er komin með leiðinlega hálsbólgu, illt í eyrun, stíflað nef og höfuðverk. Var að spá hvort ég mætti nota Strepsils, hvaða verkjatöflum væri mælt með og hvort ég mætti nota Otrivin nefúða. Ég veit að ég mátti ekki nota Otrivin nefúðan á meðan ég var ólétt, og þá notaði ég Neziril og saltvatn, en mér finnst Otrivin virka best.

Með þökk fyrir frábæran vef.

Íris.

 


 

Sæl og blessuð Íris.

Jú, það er allt í lagi að nota Strepsil og Otrivin. Varðandi verkjatöflurnar þá geturðu notað þær sem þú veist að virka vel fyrir þig. Það er algengast að nota Paratabs eða aðrar sem fást án lyfseðils. Íbúfen virka líka vel á marga. Lestu bara utan á pakkann um hve oft þú mátt taka þær og í hvaða skömmtum.

Góðan bata.

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
30. ágúst 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.