Spurt og svarað

29. september 2010

Stuðningskonur

Sælar!
Mig langaði að forvitnast um stuðningskonur við brjóstagjöf sem er nýtt sýnist mér. Eruð þið ljósmæður í einhverju samstarfi við þær? Eru þeirra ráð viðurkennd hjá ykkur?
Bestu kveðjur.
 
Sæl og blessuð!
Já, "brjostagjafasamtokin.org" eru kærkomin viðbót fyrir mjólkandi konur sem þurfa á stuðningi að halda. Þær veita hjálp á forminu móðir til móður og eru búnar að kynna sér brjóstagjöf og helstu vandamál sem upp geta komið. Ljósmæður eru kannski ekki í beinu samstarfi við þær en það eru samskipti okkar á milli. Þeirra ráð eru mjög á svipuðum nótum og brjóstagjafaráðgjafa en alvarlegri vandamálum er vísað til heilbrigðisstarfsfólks með sérþekkingu á viðkomandi sviði.
Með kveðju.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
29. september 2010.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.