Stuðningskonur

29.09.2010
Sælar!
Mig langaði að forvitnast um stuðningskonur við brjóstagjöf sem er nýtt sýnist mér. Eruð þið ljósmæður í einhverju samstarfi við þær? Eru þeirra ráð viðurkennd hjá ykkur?
Bestu kveðjur.
 
Sæl og blessuð!
Já, "brjostagjafasamtokin.org" eru kærkomin viðbót fyrir mjólkandi konur sem þurfa á stuðningi að halda. Þær veita hjálp á forminu móðir til móður og eru búnar að kynna sér brjóstagjöf og helstu vandamál sem upp geta komið. Ljósmæður eru kannski ekki í beinu samstarfi við þær en það eru samskipti okkar á milli. Þeirra ráð eru mjög á svipuðum nótum og brjóstagjafaráðgjafa en alvarlegri vandamálum er vísað til heilbrigðisstarfsfólks með sérþekkingu á viðkomandi sviði.
Með kveðju.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
29. september 2010.