Sund og brjóstagjöf

01.11.2009

Ég á þriggja mánaða gamla dóttur sem er á brjósti. Ég er farin að hugsa um að fara að hreyfa mig aðeins, ekki endilega hvað varðar þyngd heldur upp á vöðvabólgu og vöðvaverki. Ég hafði hugsað mér að ganga eitthvað og gera smá pilates æfingar heima. Ég hefði einnig viljað fara í sund og er að velta fyrir mér hvort það sé í lagi með barn á brjósti. Ég myndi synda svona 700 til 1000 metra í hvert sinn. Er í lagi að gera það? Þarf ég ekki að passa að þvo sérstaklega allan klór af brjóstinu? Má ég fara í frosti?

Bestu kveðjur og þakkir.

 


Sæl og blessuð!

Það er góð hugmynd að fara að hreyfa sig. Sund er í góðu lagi í hvaða veðri sem er. Þú syndir bara eins og þú ert vön en það er betra að byrja rólega og auka svo við tíma og lengd. Klórinn þvæst af í sturtunni á eftir.

Með bestu óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. nóvember 2009.