Spurt og svarað

01. nóvember 2009

Sund og brjóstagjöf

Ég á þriggja mánaða gamla dóttur sem er á brjósti. Ég er farin að hugsa um að fara að hreyfa mig aðeins, ekki endilega hvað varðar þyngd heldur upp á vöðvabólgu og vöðvaverki. Ég hafði hugsað mér að ganga eitthvað og gera smá pilates æfingar heima. Ég hefði einnig viljað fara í sund og er að velta fyrir mér hvort það sé í lagi með barn á brjósti. Ég myndi synda svona 700 til 1000 metra í hvert sinn. Er í lagi að gera það? Þarf ég ekki að passa að þvo sérstaklega allan klór af brjóstinu? Má ég fara í frosti?

Bestu kveðjur og þakkir.

 


Sæl og blessuð!

Það er góð hugmynd að fara að hreyfa sig. Sund er í góðu lagi í hvaða veðri sem er. Þú syndir bara eins og þú ert vön en það er betra að byrja rólega og auka svo við tíma og lengd. Klórinn þvæst af í sturtunni á eftir.

Með bestu óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. nóvember 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.