Svæfing, Parkodín Forte og brjóstagjöf

02.06.2008

Takk fyrir frábæran vef, hefur hjálpað mér mikið gegnum meðgönguna og síðustu mánuði.

Ég á eina fimm mánaða sem er eingöngu á brjósti og ég er að fara í hálskirtlatöku eftir mánuð. Læknirinn minn segir að svæfing hafi ekki áhrif á brjóstagjöfina hjá mér. Annað sem mér þykir líka skrýtið er að ég fæ Parkodín Forte dagana á eftir aðgerðina og segir hann að það fari í svo litlu mæli í brjóstamjólkina að það skaði ekki barnið. Ég ákvað að senda fyrirspurn um þetta þar sem þið eruð fagmenn í ungabörnum og vill vera algjörlega viss um að þetta skaði ekki barnið mitt.


Sæl og blessuð.

Þetta er í stuttu máli alveg hárrétt hjá lækninum þínum. Svæfingin hefur ekki áhrif á brjóstagjöfina og Parkódín Forte í stuttan tíma er alveg í lagi líka.

Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. júní 2008.