Spurt og svarað

02. júní 2008

Svæfing, Parkodín Forte og brjóstagjöf

Takk fyrir frábæran vef, hefur hjálpað mér mikið gegnum meðgönguna og síðustu mánuði.

Ég á eina fimm mánaða sem er eingöngu á brjósti og ég er að fara í hálskirtlatöku eftir mánuð. Læknirinn minn segir að svæfing hafi ekki áhrif á brjóstagjöfina hjá mér. Annað sem mér þykir líka skrýtið er að ég fæ Parkodín Forte dagana á eftir aðgerðina og segir hann að það fari í svo litlu mæli í brjóstamjólkina að það skaði ekki barnið. Ég ákvað að senda fyrirspurn um þetta þar sem þið eruð fagmenn í ungabörnum og vill vera algjörlega viss um að þetta skaði ekki barnið mitt.


Sæl og blessuð.

Þetta er í stuttu máli alveg hárrétt hjá lækninum þínum. Svæfingin hefur ekki áhrif á brjóstagjöfina og Parkódín Forte í stuttan tíma er alveg í lagi líka.

Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. júní 2008.
  

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.