DNA og legvatnsástunga

11.09.2007

Vil byrja á að þakka fyrir mjög góðan vef, fullur af fróðleik um meðgöngu og annað. Er samt ósátt við spurt og svarað þar sem ég virðist ekki vera fá svör við mínum spurningum. Ég sendi síðast spurningu inn fyrir mánuði.

En alla vega ég er ólétt og það koma 4 gaurar til greina sem geta verið faðirinn.  Ég var að velta því fyrir mer hvort ég gæti fengið leyfi til að fara í legvatnsástungu til að gera DNA svo ég viti hver faðirinn er. Það er ekki gaman að vita ekki hver hann er ekki, því þeir vilja allir vera sá sem á barnið og ég vil ekki vera upplýsa þá alla um meðgönguna nema aðeins einum af þeim, því aðeins einn þeirra er faðirinn.

Ég var bara velta því fyrir mer hvort þetta sé leyft á Íslandi ef maður myndi biðja um svona rannsókn?


Sæl!

Þessi aðferð er ekki notuð á Íslandi, það sem er í boði gerist eftir fæðingu barnsins, þá er  tekið blóð frá barni og hugsanlegum faðir. Sjá nánar í fyrirspurn um Barnsfaðernismál.


Kveðja,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri á Fósturgreiningardeild LSH,
11. september 2007.