Spurt og svarað

11. nóvember 2007

Svefnvenjur og brjóstagjöf

Sælar!

Mig langar aðeins að forvitnast. Málið er þannig að stelpa mín sem er 2 mánaða sefur alla nóttina án þess að vakna. Hún er sofnuð milli 11-11.30 á kvöldin og sefur alveg til 7-7.30 og stundum lengur. Þetta er auðvitað alveg frábært, og eru margar mæður sem öfunda mig. En málið er það að ég fór með hana í 9 vikna skoðun í dag og hefur hún aðeins þyngst um 115 gr frá 6 vikna skoðun. Hjúkrunarfræðingurinn sagði að ég þyrfti að gefa henni oftar og jafnvel bæta við ábót á kvöldin. Stelpan drekkur vel á daginn á u.þ.b. 3-4 tíma fresti, en er stundum alveg 45-50 mínútur að drekka. Hún drekkur aðeins oftar á kvöldin þar sem að mjólkin virðist minnka mikið þá, en ég læt mig hafa það að láta hana hanga á brjóstinu á kvöldin.En nú er ég farin að hafa áhyggjur. Þarf ég að fara að vekja hana á nóttunni til þess að hún fái oftar eða á ég bara að gefa henni oftar á daginn. Hún sofnar oftast fljótlega aftur eftir morgun gjöfia og vaknar uppúr 11 og er þá oftast vakandi til svona 2-3 þá gef ég henni aftur, þá sofnar hún og sefur til 6-7, en þá getur hún alveg verið vakandi og drekkur frekar oft alveg til svona 11 þá sofna hún. Eru þetta bara óþarfa áhyggjur hjá mér. Er ég ekki að gefa henni nógu oft, eða er bara misjafnt hvað börn þyngjast. Vil helst ekki fara að gefa henni ábót, þar sem að það er alveg nóg mjólk á daginn virðist bara minnka eftir kl 7 á kvöldin og svo er allt orðið stútfullt á morgnana aftur.


Sæl og blessuð.

Þetta hljómar nú allt ágætlega hjá þér. Þessi þyngdaraukning var kannski ekki alveg nógu góð en börn eiga það til að taka á sig þyngd í svolitlum rykkjum þannig að það er ekki að marka þetta fyrr en eftir næstu vigtun. Það kemur ekki fram hversu margar gjafir þú gefur á sólarhring en miðað við tölurnar þínar gæti vantað 1-2. Taktu þig til og teldu gjafirnar í 2 sólarhringa og prófaðu svo að bæta við. Þú þarft ekki að fara að vekja barnið á nóttunni en þú gætir reynt að tvöfalda síðustu gjöf að kvöldi. Það gæti líka gert gott að taka snuðið af barninu og telja áfram.

Vita hvort barnið bætir sjálft við gjöfum.

Með bestu óskum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. nóvember 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.