Spurt og svarað

24. mars 2008

Sviti á brjóstagjafatímanum

Að svitna fyrstu vikurnar á brjóstagjöf skilst mér að sé eðlilegt. Ég er með rúmlega 3ja vikna barn á brjósti. Spurning mín er hvort að sé eðlilegt að renn blotna af svita á nóttunni þannig að ég þarf að skipta á mér um miðja nótt og snúa sænginni við vegna hversu blaut hún er orðin? Svona er þetta búið að vera síðan nokkrum vikum fyrir fæðinguna. Þetta er mitt þriðja barn á rúmlega fjórum árum og er nú fertug ef að það setti nú eitthvað strik í reikninginn. Ég var farin að léttast fyrir fæðinguna, sem að ég upplifði alls ekki á hinum meðgöngunum.

Ég bíð svars.

Kærar þakkir, Þóra.


Sæl og blessuð Þóra.

Það er eins og þú segir mjög eðlilegt að fá hita og svitaköst við brjóstagjöf sértaklega fyrstu vikurnar. En það sem þú ert að lýsa er kannski dálítið mikið. Ég myndi ráðleggja þér að leita læknis. Hann gæti tekið prufur til að kanna hormónabúskapinn og það sem meira er að hann gæti jafnvel bent þér á lausn á vandanum án þess að það truflaði brjóstagjöfina.

Vona að gangi.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
24. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.