Svitnar mikið, 10 mánaða

27.04.2008

Sælar ljósmæður

Þarf að hafa áhyggjur af 10 mánaða barni sem svitnar mikið við brjóstagjöf og í svefni? Barnið er oft blautsveitt á hálsinum og er þá hálsmálið blautt og stundum út á axlir. Hitastig og hversu mikið eða lítið barnið er klætt og hvort heitt er eða svalt í herberginu virðist ekki skipta máli. Getur þetta bent til járnskorts eða einhvers annars sem er að?

Kveðja og þakkir fyrir ómissandi vef:)


Sæl og blessuð.

Mörg börn eru ansi heitfeng og svitna mjög auðveldlega. Það getur skipt máli að umhverfið sé ekki of heitt og loftræsting góð. Það er líka algengur siður hér á landi að klæða börn of mikið. Ef þessi atriði eru í lagi og barnið svitnar bara við að næra sig myndi ég ráðleggja þér að spyrja um þetta atriði í næstu skoðun barnsins.

Gangi þér vel.         


Bestu óskir,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
27. apríl 2008.