Spurt og svarað

21. september 2006

Sýklalyf, með barn á brjósti

Sælar!

Ég er að velta fyrir mér hvort sýklalyf hafi mikil áhrif á brjóstamjólk. Ég er með einn tveggja mánaða og þarf að taka Amoxicillin, 500 mg í 10 daga. Mér finnst hann búinn að vera pínu pirraður. Gæti það verið út af lyfjunum. Læknirinn sem skrifaði upp á lyfin sagði það í lagi að vera með barn á brjósti og taka þetta lyf. Með von um svör.

Takk, María.


Sæl og blessuð María.

Öll lyf fara að einhverju leyti yfir í brjóstamjólk en flest í afar litlu mæli. Sýklalyf sem læknir skrifar upp á vitandi að konan er með barn á brjósti eru í góðu lagi. Algengustu sýklalyf sem notuð eru hér á landi fara lítið yfir til barnanna og hafa yfirleitt engin áhrif á þau. Þau geta haft áhrif í þeim tilfellum sem konan er með ofnæmi eða óþol fyrir lyfinu en flestar konur vita um ofnæmi fyrirfram. Börn eru hins vegar gjarnan eitthvað pirruð eða ómöguleg í tengslum við veikindi móður sinnar. Það getar haft ýmsar aðrar orsakir.  

Vona að þessi svör hjálpi eitthvað. 

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
21. september 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.