Spurt og svarað

12. apríl 2007

Tannskemmdir og næturgjafir

Hef verið að heyra að það skemmi tennurnar í börnum, ef maður gefur næturgjafir? Er þetta satt? Ég er með eina 11 mánaða og hún vill drekka á nóttunni og ég er með áhyggjur af þessu, vil alls ekki að ég sé að stuðla að skemmdum í þessum tveim tönnum sem hún hefur.

Í von um svar fljótt.


Sæl og blessuð.

Þetta hefur reyndar verið nokkuð umtalað atriði. Ég tel reyndar að þetta sé eitt af þeim atriðum sem fundið hefur verið upp á til að fá konur til að hætta að hafa börn á brjósti. Eins og fram hefur komið áður þá veit ég bara alls ekki hvað vakir fyrir fólki sem berst svo hatrammlega gegn brjóstagjöf. Það er alveg ljóst að brjóstamjólk er sú næring sem skilað er einna lengst inn í munninum og því ólíklegast að nái að liggja við tennurnar. Þetta gengur kannski ekki alveg upp hjá ungum börnum. Þá vill mjólkin renna fram aftur. Það gerir þó ekkert til því þau eru yfirleitt ekki komin með tennur. Eldri börn hafa náð góðum tökum á þessu og þeirra tennur liggja ekki baðaðar í mjólk. Það geta þær hins vegar gert ef börn eru að drekka með öðrum hætti að nóttu til (með túttu eða af stút). Vökvar eru líka mislíklegir til að skemma tennur og brjóstamjólkin er þar alls ekki það versta. Það versta eru súrir safar.

Þannig að þú getur róleg gefið þinni dóttur brjóst að nóttu til og njóttu þess endilega.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
12. apríl 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.