Spurt og svarað

05. nóvember 2007

Tanntaka og brjóstagjöf

Ég á átta og hálfs mánaða gamla stelpu sem er búin að vera lasin með hita. Hún er líka greinilega að fá framtennurnar sé þær gægjast, allt á sama tíma. Málið er að eina sem hún hefur viljað borða er brjóstamjólkin en núna er hún orðin alveg mjög pirruð í gómnum og bítur mig bara og vill frekar fá vatn úr stút könnu en brjóstið. Mig langaði að reyna að hafa hana sem lengst á brjóstinu, en getur verið að hún sé að hætta sjálf á brjósti eða er þetta eitthvað sem gengur yfir hjá henni? Á ég að reyna að mjólka mig ef þetta heldur svona áfram hjá henni meðan þetta er að ganga yfir?

Með fyrirfram þökk.


Sæl og blessuð.

Það er alltaf erfiður tími þegar tanntaka er að pirra börn. Það bætir náttúrlega ekki ástandið ef hún er veik af öðrum orsökum líka. En þar sem þú ætlar að halda brjóstagjöfinni áfram ótrauð þá þarf hún að læra að sjúga án þess að bíta. Brjóstasog er líka mikilvæg huggun börnum sem eru veik. Þannig að ég ráðlegg þér ekki að gera hlé á brjóstagjöfinni á þessum tíma ef þú kemst hjá því. Frekar að fara í að kenna henni að sjúga án þess að bíta þótt þetta sé erfiður tími. Þetta eru jú í mesta lagi örfáir dagar og svo verður allt ljúft aftur. Mundu að láta hana fá nóg til að bíta og tanna á milli gjafa.

Vona að vel gangi.

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. nóvember 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.