Spurt og svarað

16. júlí 2005

Tattoo með barn á brjósti

Sælar!

Ég var að velta fyrir mér hvort óhætt væri að fá sér tattoo þegar maður er með barn á brjósti.
Ég var að hugsa um að fá mér svokallað augnbrúnatattoo sem dugar í 4-5 ár.

Kveðja, ein sem ætlar að auðvelda sér lífið.

..........................................................................

Sæl og blessuð.

Já það ætti nú að vera í lagi að fá sér tattoo. Efni sem fara svo grunnt undir húðina skila sér hægt og illa til blóðrásar og ennþá hægar til mjólkur eða barns. Þannig að maður hefur ekki áhyggjur af því. Það sem maður gæti haft örlitlar áhyggjur af eru sjúkdómar sem geta smitast með óhreinum nálum og áhöldum. Það er sjaldgæft hér á landi. Þannig að þú passar að láta gilda fyrsta flokks hreinlæti á staðnum sem gerir þetta og þá ertu á beinu brautinni.

Með von um að þetta létti þér lífið,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. júlí 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.