Spurt og svarað

31. janúar 2006

Tennur og bróstagjöf

Sælar!
Ég var svona að spá hvernig þetta er með næturgjafr þegar barn er komið með tennur. Nú er brýnt fyrir foreldrum að gefa börnum sem fá pela alls ekki neitt annað en vatn í pela fyrir nóttina, þegar búið er að bursta tennur. Er þá ekki slæmt að gefa barni með tennur brjóst á nóttinni?  Tannanna vegna?
Kveðja,
Mamma 
 

..........................................................

Sæl og blessuð mamma.

Nei, það er ekki slæmt að gefa tenntu brjóstabarni brjóst á næturnar. Fyrir það fyrsta er vökvinn brjóstamjólk mun hliðhollari tönnum en þurrmjólk. Í öðru lagi nær brjóstvartan lengra inn í munninn en tútta á pela þannig að það er ekki eins mikil hætta á að tennurnar liggi í mjólkurbaði. Þá má líka nefna að brjóstabörn fá betri kjálkaþroska og það eru minni líkur á að þau þurfi á tannréttingum að halda seinna meir en pelabörn. Svo þú heldur bara áfram að gefa þínu barni brjóst á nóttunni með góðri samvisku.
 
Gangi þér vel.                
 
Katrín Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
31.01.2006.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.