Spurt og svarað

04. júlí 2008

Tímamörk á aðstoð brjóstagjafaráðgjafa

Langaði bara að forvitnast hvort einhver tímamörk væru á því að maður geti leitað til brjóstagjafaráðgjafanna? Mér er alltaf svo illt í annarri geirvörtunni, ekkert sár sjáanlegt. En drengurinn er orðin nokkurra mánaða. Er ég orðin of sein að fá ráðgjöf hjá ykkur?

Kveðja, Linda


Sæl og blessuð Linda.

Nei, það eru í raun engin tímamörk. Það er þó svo að ef börn eru orðin meira en nokkurra mánaða þá er mæðrum gjarnan vísað á heilsugæslustöð ef þær eiga góðan aðgang að henni og vandamálið virðist almenns eðlis. Þetta er þó alltaf mat í hverju tilfelli. Ástæðan er mikið vinnuálag á brjóstagjafaráðgjafa. Þeir komast einfaldlega ekki yfir að sinna öllu sem leitað er til þeirra með. Vonandi í framtíðinni verður aðstoð og aðstaða aukin og þá vandalaust að taka við öllum. 

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
4. júlí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.