Spurt og svarað

25. október 2009

Treo og brjóstagjöf

Takk fyrir frábæran vef!

Ég var að velta fyrir mér hvaða áhrif það hefur á litla krílið mitt(5 vikna strákur) ef maður er að taka 1-2 Treo töflu kannski einu sinni til þrisvar í viku vegna höfuðverks? Er þetta að skaða hann eða hafa einhver slæm áhrif? Ég er með hann á brjósti og það gengur rosa vel. En ég hef endalausar áhyggjur þar sem lyfin fara yfir í brjóstamjólkina. Þetta getur nefnilega orðið talsvert slæmur höfuðverkur(mígreni). Höfuðverkurinn hefur aðeins aukist líklega út af óreglulegum svefni, en ég hef reyndar alltaf verið mjög slæm. Ég verð eiginlega að geta gert eitthvað í höfuðverknum svo hann endi ekki sem slæmt mígrenikast. Ég hef getað komið í veg fyrir þetta með því að taka yfirleitt 1 Treo.

Kv. áhyggjufulla mamman.

 


Sæl og blessuð áhyggjufulla mamma!

Það er í góðu lagi að taka þetta lyf og auðvitað mjög mikilvægt að koma í veg fyrir mígrenikast, bæði fyrir þig og barnið. Ef þú fengir kast þyrftirðu kannski að taka mun sterkari lyf og værir þar að auki ekki í góðu standi til að sinna barninu. Þannig að þú skalt líta á þetta sem góða forvörn fyrir ykkur.

Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. október 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.