Trönuberjasafi og súkkulaði

30.11.2006

Ég er með tveggja og hálfs vikna barn á brjósti. Hann hefur verið svo órólegur undanfarna daga. Hvernig veit ég hvort hann er með í maganum?Ég hef verið ansi dugleg í súkkulaðinu og svo drakk ég trönuberjasaft í gær og í dag. Getur trönuberjasaft eða súkkulaði farið í magann á brjóstmylkingum?


Sæl og blessuð.

Nei, það er ekki líklegt að saftin eða súkkulaðið fari í magann á barninu. Það sem mér dettur helst í hug er að hann sé svolítið snemma kominn í fyrsta vaxtarsprettinn og þurfi bæði aukagjafir og extra langar gjafir inn á milli. Það getur líka hjálpað að sumar gjafir séu gefnar eingöngu á öðru brjóstinu. Gangi þér vel og njóttu áfram trönuberjasafans og súkkulaðisins.      

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
30. nóvember 2006.