Dofi í læri, handlegg og andliti

05.08.2009

Sæl og takk fyrir góðan & gagnlegan vef !

Ég er komin rúmlega 31 viku og er svo oft að fá svona eins og náladofa í framanvert lærið, vinstri handlegginn og stundum í hálft andlitið.  Þetta er ekki alltaf og þegar þetta kemur varir þetta ekkert endilega mjög lengi. Ég fæ þetta oftast í lærið, Getur verið að litla daman sé að þrýsta á einhverja taug eða er þetta eitthvað sem að ég þarf að láta athuga?

Kær kveðja, Birna

 


 

Komdu sæl Birna 

Það er ósennilegt að þetta sé ein taug þar sem einkennin eru svona dreifð.  Ég ráðlegg þér að fá tíma hjá lækni og ræða þetta við hann.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
5. ágúst 2009.