Spurt og svarað

11. mars 2012

Tvíburabrjóstagjöf og veikindi

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

 Þegar ég var með dóttur mína á brjósti var mér kennt að þvo ekki brjóstin með sápu og bara láta daglega sturtuferð duga. Nú er ég með tvíbura á brjósti og flensurnar hafa komið í heimsókn hvað eftir annað. Nú er ég að hugsa um brjóstagjöf og smitvarnir. Þ.e. ef annar tvíburinn veikist, hvort ég geti spornað við því að hinn smitist. Því spyr ég: Ætti ég að þvo geirvörturnar með þvottaklút á milli gjafa, svo ég geti látið tvíburanna skiptast á brjósti. Eða ætti ég láta veika ungann alltaf á sama brjóstið? Þeir hafa reyndar mismikla þörf og því er mér illa við að setja sama ungann alltaf á sama brjóstið. Eða ætti ég kannski ekkert að vera að spá í þetta því þeir smitist hvort eð er af nálægðinni við hvorn annan? Ég er með stórt heimili og þakka stundum fyrir að ná einni sturtuferð á dag. Þætti því gott að fá ykkar ráðleggingar. Tvíburarnir eru tæplega 3ja mánaða.

Kveðja, Tvíburamamma.

 


Sæl og blessuð Tvíburamamma!

Það er trúlegt að mikið sé að gera hjá þér með stórt heimili og svo veikindi yfirvofandi. En það er því miður sennilega óvinnandi vegur að ætla að reyna að koma í veg fyrir að annar tvíburi veikist. Það er bara aukavinna fyrir þig að fara að þvo brjóstin aukalega og skilar engu. Það er heldur ekki sniðug að fara að skikka eitt brjóst á hvort barn. Það sem getur hjálpað þér er almennt hreinlæti-afþurrkun, sængurveraþvottur og slíkt og svo að reyna að forða eldri börnum og veikum að vera ofan í börnunum.

Með baráttukveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. mars 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.