Tvö losunarviðbrögð?

10.09.2008

Góðan dag og takk fyrir mjög svo hjálplega vefsíðu. Geta komið 2 losunarviðbrögð við brjóstagjöf á sama brjósti? Ef svo er kemur þá formjólk einnig í seinna skiptið?

Kveðja, Þórunn.


Sæl og blessuð.

Já, það koma meira að segja mörg losunarviðbrögð í sömu gjöfinni. Þær konur sem finna fyrir losunarviðbragðinu finna oft bara það fyrsta. Þær sem eru mjög næmar sjá stundum á börnunum hvenær seinni viðbrögðin koma. Það kemur formjólk fyrstu mínúturnar í hverri gjöf óháð losunarviðbragði. En ef skipt er um brjóst kemur formjólk líka fyrstu mínúturnar þeim megin.

Vona að þetta skýri málin eitthvað. 

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. september 2008.