Útbrot milli brjóstanna

04.10.2009

Kæru ljósmæður!

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir góðan og innihaldsríkan vef. Ég hef verið með í nokkrar vikur útbrot eða rauða flekki milli brjóstana eða í brjóstarskorunni. Ég er með frekar stór brjóst og myndast því oft mikill sviti þarna á milli. Ég reyni þó að þrífa brjóstarskoruna mjög reglulega. Ég er pínu hrædd um að ég sé með sveppasýkingu þarna á milli. Getur það verið? Og ef svo getur hún smitast yfir á barnið eða yfir á geirvörturnar eða önnur svæði við snertingu?

Með von um góð viðbrögð.

 


Sæl og blessuð!

Það getur vel verið að þarna sé um sveppasýkingu að ræða. Þetta er viðkvæmt svæði fyrir slíku. Ef um sveppi er að ræða er viss hætta á að þeir smitist til geirvartanna og líka barnsins. Það væri því skynsamlegt að fá skoðun og greiningu.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
4. október 2009.