Spurt og svarað

04. október 2009

Útbrot milli brjóstanna

Kæru ljósmæður!

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir góðan og innihaldsríkan vef. Ég hef verið með í nokkrar vikur útbrot eða rauða flekki milli brjóstana eða í brjóstarskorunni. Ég er með frekar stór brjóst og myndast því oft mikill sviti þarna á milli. Ég reyni þó að þrífa brjóstarskoruna mjög reglulega. Ég er pínu hrædd um að ég sé með sveppasýkingu þarna á milli. Getur það verið? Og ef svo getur hún smitast yfir á barnið eða yfir á geirvörturnar eða önnur svæði við snertingu?

Með von um góð viðbrögð.

 


Sæl og blessuð!

Það getur vel verið að þarna sé um sveppasýkingu að ræða. Þetta er viðkvæmt svæði fyrir slíku. Ef um sveppi er að ræða er viss hætta á að þeir smitist til geirvartanna og líka barnsins. Það væri því skynsamlegt að fá skoðun og greiningu.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
4. október 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.