Spurt og svarað

04. maí 2008

Útferð úr brjóstum

Sæl!

Ég á tveggja ára gamalt barn og hætti með það á brjósti fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári og lét þá setja upp hormónalykkjuna. Núna er ég farin að fá útferð úr brjóstum eins og um sé að ræða mjólk, einnig hef ég verið að fá stingi í brjóstin eins og þegar mjólkin er að flæða um. Ég hef einnig verið að fá bólur á bak og andlit. Hef tekið þungunarpróf sem kemur neikvætt. Hvað getur þetta verið?


Sæl og blessuð.

Ég er ekki viss um að þetta tengist neitt þinni síðustu brjóstagjöf. Þetta er þó greinilega eitthvað sem þér finnst líkjast því sem þú fannst fyrir þá. Stingir í brjóstum geta tengst hormónasveiflum tíðahringsins. Ég ráðlegg þér að leita til læknis til að fá svör við spurningum þínum.

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. maí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.