Útferð úr brjóstum

04.05.2008

Sæl!

Ég á tveggja ára gamalt barn og hætti með það á brjósti fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári og lét þá setja upp hormónalykkjuna. Núna er ég farin að fá útferð úr brjóstum eins og um sé að ræða mjólk, einnig hef ég verið að fá stingi í brjóstin eins og þegar mjólkin er að flæða um. Ég hef einnig verið að fá bólur á bak og andlit. Hef tekið þungunarpróf sem kemur neikvætt. Hvað getur þetta verið?


Sæl og blessuð.

Ég er ekki viss um að þetta tengist neitt þinni síðustu brjóstagjöf. Þetta er þó greinilega eitthvað sem þér finnst líkjast því sem þú fannst fyrir þá. Stingir í brjóstum geta tengst hormónasveiflum tíðahringsins. Ég ráðlegg þér að leita til læknis til að fá svör við spurningum þínum.

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. maí 2008.