Spurt og svarað

26. mars 2007

Vantar upplýsingar um afvenjun

Sælar!

Langar að fá smá upplýsingar um afvenjun. Dóttir mín er rúmlega 6 mánaða og er byrjuð að borða graut tvisvar á dag, annars er hún á brjósti. Ég hef gefið henni graut fyrst og brjost á eftir (desert), er það rétt aðferð eða ætti ég að sleppa alveg brjóstinu þegar hún fær grautinn? Ég hef gert þetta svona til að hún venjist rólega af því að fá brjóst þessar tvær máltíðir. Svo er annað en ég upplifi hræðilega þunglyndistilfinningu og hef verið döpur og viðkvæm undanfarið. Mér líður pínulítið eins og ég sé aðmissa hana frá mér. Er ég kannski að flýta mér of mikið?

Bestu kveðjur, Helga***.


Sæl og blessuð!

Þetta er allt rétt sem þú ert að gera - mjög gott að gefa grautinn fyrst og bjóða svo brjóstið á eftir. Hins vegar held ég að þunglyndis tilfinningin og dapurleikinn sé ekki tengd brjóstagjöfinni endilega. Ég vil ráðleggja þér að ræða við hjúkrunarfræðinginn í ungbarnaverndinni eða við heimilislækninn um þessa líðan. Það er hægt að meta líðan móður og út frá því að vinna með þessa líðan og nokkur viðtöl geta gert gæfumuninn í að laga hlutina.  Það koma tímabil hjá mæðrum sem geta valdið viðkvæmni og dapurleika og besta ráðið er að ræða um það við fagaðila og nánasta aðstandanda - það stuðalar oftast að því að líðanin fer að lagast.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. mars 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.