Spurt og svarað

23. maí 2009

Varðandi brjóstagjöf

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

 Mig langar til að vita hvort fituprósentan sé hærri en vanalega þegar maður er með barn á brjósti ? Ég átti fyrir rúmum 2 mánuðum síðan og er 10 kg of þung en er farin að æfa af krafti. Ég fór í fitumælingu í upphafi átaksins og þá brá mér heldur betur í brún við að komast að því að ég væri með 30 % í fitu. Getur verið að það séu tengsl milli þess og brjóstagjafarinnar? Einhver sagði mér að líkaminn myndi byrgja sig af fituforða? En ég var í kjörþyngd fyrir meðgöngu.

Með von um skýringar á líkamlegu ástandi mínu. Kveðja Herborg.

 


Sæl og blessuð Herborg!

Fituforði eykst mjög mikið á meðgöngunni og er það talin leið náttúrunnar til að undibúa fæðingu og brjóstagjöf. Það gengur svo mjög hratt á þennan fituforða á meðan brjóstagjöf stendur. Mest fyrstu 3 mánuðina en svo hægar þar á eftir þar til brjóstagjöf lýkur. Ég vona að þetta svari því sem þú ert að velta fyrir þér.

Kveðja.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
23. maí 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.