Varðandi brjóstagjöf

23.05.2009

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

 Mig langar til að vita hvort fituprósentan sé hærri en vanalega þegar maður er með barn á brjósti ? Ég átti fyrir rúmum 2 mánuðum síðan og er 10 kg of þung en er farin að æfa af krafti. Ég fór í fitumælingu í upphafi átaksins og þá brá mér heldur betur í brún við að komast að því að ég væri með 30 % í fitu. Getur verið að það séu tengsl milli þess og brjóstagjafarinnar? Einhver sagði mér að líkaminn myndi byrgja sig af fituforða? En ég var í kjörþyngd fyrir meðgöngu.

Með von um skýringar á líkamlegu ástandi mínu. Kveðja Herborg.

 


Sæl og blessuð Herborg!

Fituforði eykst mjög mikið á meðgöngunni og er það talin leið náttúrunnar til að undibúa fæðingu og brjóstagjöf. Það gengur svo mjög hratt á þennan fituforða á meðan brjóstagjöf stendur. Mest fyrstu 3 mánuðina en svo hægar þar á eftir þar til brjóstagjöf lýkur. Ég vona að þetta svari því sem þú ert að velta fyrir þér.

Kveðja.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
23. maí 2009.