Vaxtarkippur hjá 4ra mánaða

11.10.2009

Hæ hæ og takk kærlega fyrir frábæran vef!

Mig langaði til að athuga hvort það væri eðlilegt að vaxtakippur standi yfir í a.m.k. 5 daga. Þannig er mál með vexti að ég er með einn 4 mánaða strák og hann er ekki búin að vera sjálfum sér líkur undanfarna daga. Venjulega fer hann að sofa um kl. 8 á kvöldin og hefur sofið til 6 á morgnanna og sofið svo reglulega yfir daginn og drukkið á u.þ.b. þriggja tíma fresti (hefur verið svona síðan hann var 6 vikna). Undanfarna 5 daga hefur hann hins vegar  vaknað 2-3 svar á nóttu og er að drekka á svona 11/2 - 2 tíma fresti yfir daginn. Er þetta alveg eðlilegt, þ.e. að vaxtakippur, sem ég tel að þetta sé, standi svona lengi yfir eða er þetta bara merki um að hann þurfi eitthvað meira en brjóstamjólkina?

 


Sæl og blessuð!

Já, það getur verið svolítið misjafnt hversu lengi vaxtarkippir standa yfir. Ef hægt gengur að svara auknum þörfum barnsins tekur þetta lengri tíma. Vertu viss um að bjóða bæði brjóstin eða jafnvel þrjú í hverri gjöf. Og bjóddu aukagjafir við minnsta merki frá barninu. Þá gengur þetta fljótar yfir.

Nei, það er alveg öruggt að hann þarf ekkert annað en brjóstamjólkina.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. október 2009.