Venja af brjósti

20.04.2006

Sæl!

Ég er í dálitlum vandræðum með krílið mitt. Þannig er málið að hún er þriggja mánaða og er rosalegt brjóstabarn og ég er að reyna að láta hana taka pela með brjóstinu, sem sagt minnka hana smám saman. Nú er ég búin að prufa 4 mismunandi pela og stútglas og prufa glas en ekkert virðist virka. Getur þú ráðlagt mér hvernig ég get vanið hana af brjóstinu? Og „please“ - ekki segja mér að brjóstið sé best fyrstu sex mánuðina því ég er alltaf að heyra það og veit það vel. Vantar bara að vita hvernig ég get vanið snúlluna af brjósti.


Sælar!

Ef þú villt breyta yfir í pelagjöf þá er best að gera það rólega. Taka út eina brjóstagjöf í einu í nokkuð langan tíma þ.e. að minnka um eina gjöf á dag og síðan eina í viðbót og svo framvegis. Láta alltaf líða marga daga jafnvel 2 til 3 vikur á milli sem minnkað er um eina gjöf. Það er miklu verra að hætta skyndilega og mun skynsamlegra að gera þetta í rólegheitum, bæði fyrir móður og barn.

Þú getur einnig skoðað brjóstakorn sem fjallar um rólega afvenjun.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
20. apríl 2006.