Verkir í geirvörtu

30.11.2008

Halló!

Ég er að velta fyrir mér  verkjum í geirvörtunni. Þannig er mál með vexti að ég á 4 mánaða gutta sem er aðeins á brjósti. Núna nýlega hef ég fundið fyrir verkjum í annarri geirvörtunni þegar ég set hann á brjóstið. Hins vegar verkjar mig ekkert í hana þegar ég er ekki að gefa brjóst. Eruð þið með einhverjar hugmyndir um hver ástæðan gæti verið?

Kveðja. Gutta mamma.


 

Sæl og blessuð Gutta mamma!

Það er ekkert einfalt svar til við þessari spurningu. Það er nefnilega ýmislegt sem kemur til greina. Ástæðan fyrir verkjunum getur verið t.d. sveppasýking, falið sár eða sprunga í fellingu, mjólkurbóla á vörtutoppi,húðvandamál af ýmsum toga ofl.

Það er því sennilega best fyrir þig að leita til brjóstagjafaráðgjafa eða læknis til að fá skoðun og greiningu. Vonandi færðu svo viðeigandi meðferð í kjölfarið.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
30. nóvember 2008.