Spurt og svarað

26. febrúar 2012

Verkur í brjósti

Sælar og takk fyrir frábæran vef!
Ég á mánaðargamalt barn og hefur allt gengið ljómandi vel hjá okkur. Upp á síðkastið hef ég hinsvegar verið að fá verk í annað brjóstið. Verkurinn er eins og djúpt inni í brjóstinu, stingandi verkur sem varir í örstutta stund, hverfur svo en kemur fljótlega aftur. Ég tengi þetta ekkert við brjóstagjöfina. Þetta kemur óháð því hvort að það er langt eða stutt síðan ég gaf brjóst síðast. Ég er búin að þreifa brjóstið eftir brjóstagjöf og finn enga hnúta. Ég hef verið með tvö önnur börn á brjósti og fann ekki fyrir neinu svona með þau. Er þetta eitthvað sem ég ætti að láta líta á eða getur þetta verið tengt brjóstagjöfinni? Ég hef fengið brjóstastíflu og þetta er ekki þannig. Það fylgir þessu enginn slappleiki.


 

Sæl og blessuð!

Mér finnst ekki spurning um að þú eigir að láta athuga þetta ef þetta er að trufla þig. Það er til dæmis mögulegt að fá slíkan djúpan brjóstverk ef sveppasýking er á vörtum. Þannig að þú skalt leita til heilsugæslunnar og fá einhvern vanan brjóstagjafavandamálum til að kíkja á þig.

Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. febrúar 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.