Vítamín meðan á brjóstagjöf stendur

18.04.2006

Komið þið sælar!

Það sem er að vefjast fyrir mér er kannski frekar heimskulegt en ég vil samt vera viss. Þannig er að ég er vön að taka lýsi, steinefni, b-vítamín, kalk og fjölvítamín með Gingseni daglega en ég hætti því á meðgöngunni og tók þá fjölvítamín fyrir ófrískar konur. Núna er strákurinn minn orðinn 3 og hálfs vikna og ég hef ekki tekið nein vítamín síðan að hann fæddist en finn að líkamanum vantar eitthvað svo ég var að spá hvort  mér væri óhætt að fara að taka mín vítamín aftur eða er eitthvað í þeim sem hann fengi í gegnum brjóstamjólkina sem ekki væri gott fyrir hann?

Með fyrir fram þökk.


Sælar!

Það er alveg óhætt að taka lýsi og vítamín aftur, eina sem ég er ekki viss um er Gingsen - hvort það er æskilegt að taka það, ég tel það ráðlegt að bíða með það í bili.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. apríl 2006.