Doppler

05.06.2007

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Þannig er mál með vexti að ég er komin tæpar 17 vikur á leið og hef alveg frá upphafi verið rosalega hrædd við að missa fóstur, ég missti fóstur í haust og virðist sem sú reynsla hafi eitthvað sest á sálina á mér.  Ég pantaði mér því fetal doppler á netinu til þess að hlusta á hjartslátt fóstursins og hef gert það daglega síðan (ca. 4-5 dagar).  Nú langar mig til þess að spyrja ykkur hvort að það geti verið skaðlegt fyrir fóstrið að hlusta svona oft á hjarslátt barnsins með þessu tæki?

kv. Ein stressuðÞað er ekki gott að heyra að þú sért svona stressuð yfir þessu, en þetta er tímabil sem gengur yfir.  Þegar þú ferð að finna hreyfingar getur þú treyst á að þær segi þér hvort allt er í lagi.  En til að svara spurningu þinni þá er það, eftir því sem best er vitað, alveg hættulaust að hlusta á hjartslátt barnsins með doppler.

Gangi  þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
5. júní 2007.

Komdu sæl