Vöðvabólga og brjóstagjöf

13.03.2011
Góðan daginn!
Ég er með þriggja mánaða kríli á brjósti og er að farast úr vöðvabólgu og þar af leiðandi höfuðverk. Mín spurning er: Má ég nota vöðvabólgukrem á meðan ég er með á brjósti? Mér var bannað það á meðgöngu út af einhverjum aukaefnum. Fara þessi sömu efni í mjólkina? Eða eruð þið með eitthver önnur ráð? Ég reyni nú þegar að teygja á og liðka mig og passa upp á stuðning við gjöfina en ekkert finnst mér virka.
Bestu kveðjur og takk fyrir frábæra síðu!

 
Sæl og blessuð!
Það er allt í lagi að nota vöðvabólgukrem í brjóstagjöf. Þú getur líka notað bólgueyðandi lyf til inntöku. Það er gott að nota þetta sem þú ert að nota en þú getur bætt við bökstrum, nuddi og fleiru í þeim dúr.
Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. mars 2011.