Spurt og svarað

27. júlí 2009

Þarf að hætta brjóstagjöf vegna lyfja

Ég greindist með væga liðagigt í maí og hef ég ekki fengið frekari útskýringu á því hvaða liðagigt sé til staðar. En læknirinn minn tók þá ákvörðun að setja mig á lyf sem aðstoða mig við að losna við verki. En til þess að ég fái að byrja á þessu lyfi vill hún að ég hætti með barnið mitt á brjósti í lok ágúst, mánuði fyrir lyfjatökuna.Tók ég þetta rosalega inn á mig og þykir afskaplega leitt að þurfa að hætta með barn mitt á brjósti. Mér finnst þetta eins og að hafna barninu fyrir lyf. Svo spurning mín er þessi: Er það rétt að ég get ekki haldið áfram með barnið á brjósti við inntöku á " Plaquenil "(lyfið sem ég er að fara á)? Ég hef nefnilega heyrt að margir læknar segja að það megi ekki taka hin og þessi lyf með barn á brjósti en svo segja brjóstagjafaráðgjafar annað. Vonandi fæ ég jákvæðar fréttir frá ykkur sem fyrst.

Takk fyrir mig.Kv. Ásgerður.

 


Sæl og blessuð Ásgerður.

Það er rétt hjá þér að lyfjabókum sem taka sérstakt tillit til brjóstagjafar ber ekki alltaf saman við almennar lyfjabækur. Svo er um þetta lyf. Það hefur verið samþykkt af AAP til notkunar í brjóstagjöf. Þá er verið að miða við 400 mg. af lyfinu á dag. Þannig að þú þarft ekki að hætta með barnið á brjósti út af lyfjagjöfinni einni og sér. Kannski er eitthvað annað sem læknirinn er að hugsa um sem geti hindra brjóstagjöf.Svo getur verið að læknirinn vilji að fylgst verði með einhverjum þáttum hjá barninu sérstaklega á meðan þú tekur lyfið. Það er auðvitað bara minniháttar mál miðað við sjálfa brjóstagjöfina.

Vona að komi til með að ganga vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
27. júlí 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.