Þarf að sótthreinsa brjóstadæluna og pela fyrir hverja mjólkun?

12.06.2007

Þarf að sótthreinsa brjóstadæluna og pela fyrir hverja mjólkun?


Sæl og blessuð.

Nei, það þarf ekki að sótthreinsa pumpuna fyrir hverja notkun. Það er venja að skola vel mest notuðu hlutana úr vel heitu vatni eftir hverja notkun en sjóða svo allt sem hægt er einu sinni á sólarhring eða setja það í uppþvottavél. Pelarnir eru annað mál. Það er best ef þeir eru soðnir eða „sótthreinsaðir“ fyrir hverja notkun. Eftir að hlutirnir eru soðnir er mikilvægt að þurrka vel þannig að vatnsdropar sitji ekki á.

Vona að þetta hjálpi.  

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
12. júní 2007.