Spurt og svarað

09. október 2011

Þruska

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Fór með barnið mitt í 6 vikna skoðun í dag og þá nefndi læknirinn að barnið væri með þrusku í kinnum en ekkert væri gert við því á meðan þetta pirraði ekki barnið. Er það í alvöru þannig? Ég finn ekkert sjálf á geirvörtunum (barnið er á brjósti) en finnst svo skrítið að sveppasýking sé ekki meðhöndluð strax. Hvað á ég að gera? Bíða eftir að við finnum fyrir einhverju?

Kv. áhyggjufull mjólkandi móðir.


 

Sæl og blessuð!

Ég er sammála þér að það er skrýtið að ekkert eigi að gera strax. Þruska er annað orð yfir sveppasýkingu í munni. Eina skýringin er að læknirinn hafi ekki verið viss hvort um sveppasýkingu eða mjólkurskán hafi veri að ræða. Við mjólkurskán er ekkert gert nema sjá til hvort eitthvað gerist. En ef sveppasýking er til staðar er bara tímaspursmál hvenær vörturnar sýkjast ef barnið er á brjósti. Það er yfirleitt gripið strax inn í og gefin væg sveppameðferð til að koma í veg fyrir að ástandið versni.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9 október 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.