Spurt og svarað

04. júlí 2012

Doði í leggöngum

Takk fyrir flottan vef

Er gengin 38 vikur með mitt annað barn og finn fyrir doða í legöngunum, kynfærunum og í kringum lífbeinið. Kann lítið við að ræða þessi mál við ljósmóður mína. Þetta hefur verið að ágerast síðustu vikuna byrjaði rólega og var bara stundum en er orðið viðlogandi núna. Hef verið mjög slæm af grindagliðnun og tengdi þetta einhvern vegin við það. Aftur á móti fæ ég síðan sársaukafulla samdrætti í leggöngunum og neðst í leginu en ekkert sem fer ofar. Doðinn veldur mér engu sársauka og að mörgu leiti hefur verið léttir þar sem þetta linar verkina af grindagliðnuninni en er samt farin að velta þessu fyrir mér. Er með bjúg og finn fyrir verkjum í liðamótunum í höndum og fótum út frá því en þetta er annars konar tilfinning þar sem bjúg söfnunin veldur óþægindum.
Með von um skjótt svar. Ein ráðvillt.Sæl!

Þetta hljómar eins og það gæti verið klemmd taug í mjaðmagrindinni. Lýsing þín á samdráttum hljómar eins og þú gætir verið að byrja í fæðingu. Ég hvet þig til að ræða við ljósmóður í mæðraverndinni um þetta, það er einmitt vettvangurinn til að ræða svona mál. Ef til vill sér ljósmóðirin ástæðu til að skoða þig eða fá álit læknis.
Gangi þér vel!

kær kveðja,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. júlí 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.