Spurt og svarað

24. mars 2008

Þrútin brjóst - hætti brjóstagjöf fyrir 2 vikum

Komið þið sælar og takk fyrir góða vef.

Ég er með fyrirspurn varðandi með að hætta með barn á brjóstið. Mitt barn er 13 mánaða og það er um það bil 2 vikur síðan við hættum brjóstagjöf alveg. Eftir það byrjaði ég að finna fyrir óþægilegum verkjum í holhöndum sem leiða út í brjóstin og undir brjóstin, einni finn ég verki niður í handleggina sjálfa en ég finn verki sérstaklega ef ég ligg á maganum eða hliðinni ásamt því að ég finn mikið fyrir því ef ég lyfti höndunum upp í loft. Brjóstin eru aum viðkomu en ég get ekki fundið neinn einn sérstakan auman blett, það er ekki neinn hnúður eða þykkildi í brjóstum, holhöndum eða handleggjum. En brjóstin eru oft frekar þrútin. Einnig hef ég óþægindi á milli brjóstanna. Er þetta eitthvað sem er eðlilegt þegar maður hættir með barn á brjósti?

Með fyrirfram þökk.Sæl og blessuð. 

Það sem þú ert að lýsa minnir helst á þrýsting á taugar. Það er væntanlega frá þessum þrútnu brjóstum. Það gætu verið eftirköst brjóstagjafarinnar og ættu þá að hverfa á næstu 2-3 vikum. Gættu þess að örva brjóstin ekkert. Ef þetta fer ekki að lagast eða ef þér finnst þetta versna ráðlegg ég þér að fara í læknisskoðun.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
24. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.