Spurt og svarað

05. júní 2008

Þurrmjólk einstaka sinnum

Sælar og takk fyrir gagnagóðan vef.

Ég er með einn 5 mánaða prins sem hefur einungis verið að brjósti. Nú spyr ég ef að ég ætlaði út og hann þyrfti að drekka á meðan þá er ég t.d. að tala um eitthvað eitt skipti. Er í lagi að gefa þurrmjólk eða á ég að mjólka mig. Ég var með hann í fimm mánaða skoðun í dag og hjúkrunarfræðingur sagði að einn sopi af þurrmjólk myndi breyta mjólkinni hjá mér til hins verra til framtíðar er það rétt?Ég er ekki að tala um að fara að gefa honum þurrmjólk við og við, ég hef aldrei farið frá honum en er að fara út að borða og í veislu og var að hugsa hvort að það var afar mikilvægt fyrir mig að mjólka mig(prófaði það með fyrsta barnið mitt og fannst það svo mikið mál og nennti því aldrei og fór því aldrei neitt fyrr en hann var hættur að drekka á nóttunni), eða er í lagi að gefa honum þurrmjólk ef hann vill hana?

takk fyrir :)

 


 

Sæl og blessuð.

Ég myndi ráðleggja þér að mjólka þig. Það skiptir máli fyrir barnið að það fái ekkert nýtt í magann fyrr en það er orðið 6 mánaða. Þá er talið að ónæmiskerfið sé orðið ansi vel sett. Og það er talið nægja að gefa aðeins eina gjöf til að það hafi óæskileg áhrif á þetta kerfi.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. júní 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.