7 vikna sundgarpur

11.01.2015
Litla mín er 7 vikna í dag og var 4,5 kg i 6 vikna skoðun. Allt er  búið að ganga mjög vel og ég var að spá hvort ég mætti fara með hana í sund í dag, er það ennþá alveg bannað?
 

Sæl og blessuð, það er gjarnan talað um að heppilegasti aldurinn til að byrja í ungbarnasundi sé frá þriggja mánaða en það er í lagi að byrja fyrr. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að fara með litlu dömuna í sund en í innilaug. Hafðu í huga að höfuð ungbarna er hlutfallslega stórt og þau eru fljót að kólna ef þeim verður kalt á höfðinu.
Góða skemmtun.


Gangi ykkur vel
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
11. janúar 2015