Spurt og svarað

17. júlí 2006

AD dropar og lýsi

Ég á 15 vikna strák og byrjaði að gefa honum AD dropa fyrir u.þ.b. mánuði og það hefur verið svo vond prumpu lykt af honum síðan. Hann prumpar mikið en það var aldrei lykt af því áður. Ég var að vísu að byrja gefa honum 1 pela af þurrmjólk á dag á sama tíma en ég er búinn að vera skipta um tegundir því að ég hélt að það væri það. Ég
gaf honum fyrst SMA gold svo SMA soya og nú þurrmjólk sem er frá Holly (eitthvað náttúrulegt) en það breytist ekkert.Er í lægi að skipta yfir í lýsi?  Ég heyrði nefnilega að maður ætti ekki að gefa lýsi fyrr en að það færu að borða.

Kveðja, Ásta.Sælar!

Það má byrja að gefa krakkalýsi við 6 mánaða aldur. Þú getur gefið honum Infant Care vítamíndropa í staðinn fyrir AD dropana - þeir hafa reynst vel.

Með kveðju,
Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. júlí 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.