Spurt og svarað

31. mars 2007

Ælur og andnauð

Er með tæplega átta vikna strák sem er eingöngu á brjósti. Hann á það til að gubba talsvert eftir gjafir. Það er hins vegar eins og gubbið standi stundum í honum t.d. þegar hann liggur út af og einhverjar sekúndur líða þangað hann nær andanum, oft ekki fyrr en ég hef tekið hann upp. Þetta er ekki skemmtilegt og í hvert sinn bregður manni mikið í brún, ég hleyp til þríf hann upp til að hann grípi andann. Af þessum sökum þori ég ekki annað en að láta hann sofa uppí hjá mér til að ég heyri í honum. Er þetta eðlilegt? Geta börn lent í mikilli hættu ef þau gubba svona útafliggjandi eða ef gubbið stendur í þeim?Sæl!

Það getur verið gott ráð að taka smá hlé á gjöfinni og láta hann ropa. Stundum ef þau gleypa of mikið loft með þá æla þau frekar, að öðru leyti myndi ég láta barnalækni kíkja á hann ef það er að standa svona oft í honum.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
31. mars 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.