Ælur og andnauð

31.03.2007

Er með tæplega átta vikna strák sem er eingöngu á brjósti. Hann á það til að gubba talsvert eftir gjafir. Það er hins vegar eins og gubbið standi stundum í honum t.d. þegar hann liggur út af og einhverjar sekúndur líða þangað hann nær andanum, oft ekki fyrr en ég hef tekið hann upp. Þetta er ekki skemmtilegt og í hvert sinn bregður manni mikið í brún, ég hleyp til þríf hann upp til að hann grípi andann. Af þessum sökum þori ég ekki annað en að láta hann sofa uppí hjá mér til að ég heyri í honum. Er þetta eðlilegt? Geta börn lent í mikilli hættu ef þau gubba svona útafliggjandi eða ef gubbið stendur í þeim?Sæl!

Það getur verið gott ráð að taka smá hlé á gjöfinni og láta hann ropa. Stundum ef þau gleypa of mikið loft með þá æla þau frekar, að öðru leyti myndi ég láta barnalækni kíkja á hann ef það er að standa svona oft í honum.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
31. mars 2007.