Af hverju ekki soya fyrir 6 mánaða aldur?

21.06.2013
Góðan daginn.
Ég er með einn 3ja mánaða sem hefur aldrei þolað kúamjólkina og við skiptum yfir í SMA Soyamjólkina fyrir 3 vikum síðan. Fékk grænt ljós frá lækninum og barnið er allt annað eftir það. En ég var að skoða aðrar fyrirspurnir hér inni og þar er talað um að gefa börnum ekki soya fyrir 6 mánaða aldur, af hverju er það? Svo hef ég líka heyrt að soya sé sérstaklega varasamt fyrir litla gaura, er eitthvað til í því?Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það hefur verið þekkt frá 1909 að gefa þeim börnum soyamjólk  sem ekki þola kúamjólk þegar brjóstagjöf gengur ekki.
Sjálf hef ég heyrt umtal um að soya sé ekki gott fyrir drengi en get ekki fundið neinar rannsóknir sem styðja það, flestar þær rannsóknir sem ég finn leggja áherslu á að börnin fái eingöngu soyavörur sem eru sérhannaðar fyrir ungbörn.
Rannsóknir á rottum og kindum hafa sýnt fram á brenglaða hormónastarfsemi en það hafa rannsóknir á börnum ekki sýnt fram á, amk ekki sem ég get fundið. Og telja vísindamenn þessarar greinar http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1651-2227.2010.02021.x/pdf
frá 2010 að ungbarnasoyamjólk sé góð lausn fyrir börn sem ekki þola kúamjólk.

Á netinu er að finna mjög misvísandi upplýsingar, margar byggðar á lélegum grunni og skiljanlega er það ruglingslegt.


Með bestu kveðju,
Margrét Unnur Sigtryggsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
21. júní 2013