Spurt og svarað

14. júní 2007

Af hverju er talað um þyngd nýbura í mörkum en ekki grömmum?

Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju allir tala um að krakkinn sé svona margar merkur eða svona margar merkur. Daginn eftir fæðingu er krakkinn kominn í metrakerfið og vegur 3,3 kg eða 3,5 kg eða eitthvað annað. Af hverju þrjóskast ljósmæður við að gefa upp þyngd barna í kílóum við fæðingu. Það er metrakerfi í notkun hérna á Íslandi ekki eitthvað breskt kerfi eða hvaða kerfi það má vera sem þið notið. Venjulegir íslendingar eiga ekki að þurfa að verða einhverjir Einstein til að átta sig á því hvað krakkinn er þungur við fæðingu.


Sæll og blessaður!

Ég skil nú ekki alveg hvað þú ert að meina því ég veit ekki betur en að við gefum upp þyngd barna í grömmum við fæðingu. Það virðist hins vegar vera viðtekin venja hjá fólki að vilja vita hversu margar merkur barnið er við fæðingu svo það er líka talað um merkur. Það er eins og það sé það viðmið sem við þekkjum til að bera saman fæðingarþyngd barna. Öll skráning á þyngd barna við fæðingu miðast við metrakerfið og hvergi minnst á merkur þar. Ég þarf sjálf að hugsa til að breyta grömmum í merkur og ég væri alveg sátt við að hætta þessu „merkur-tali“. En svo það sé alveg á hreinu - þá er ein mörk 250 grömm! Sjá einnig í Merkur og grömm.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. júní 2007.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.