Afbrýðisemi systkina

11.02.2009

Góðan daginn.

Við vorum að eignast þriðja barnið okkar og svo virðist sem miðjustrákurinn, eins og hálfs árs, sé að missa sig úr afbrýðisemi.  Hann fær grenjuköst og er með leiðindi.  Vitið þið um gott lesefni yfir þetta?


Góðan daginn

Sennilega eigið þið bæklinginn að eignast systkin sem er gefinn út af Miðstöð heilsuverndar barna.  Þar eru ýmis góð ráð.  Þið getið nálgast þennan bækling á næstu heilsugæslustöð ef þið eigið hann ekki nú þegar.  Svo eru ýmsar uppeldishandbækur sem fjalla um þetta líka og hægt er að fá á bókasafni.

Hafið bara í huga að honum líður illa og þess vegna lætur hann svona.  Ef hann fær nægan tíma með ykkur (án litla barnsins), og næga ástúð lærir hann að treysta ykkur aftur.

Gangi ykkur vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
11. febrúar 2009.