Augnhvíta og augnlitur

07.05.2008

Sælar og takk fyrir æðislegan vef, hefur hjálpað mér mjög mikið þegar hafa vaknað upp spurningar :)

En nú var ég að spá, mér finnst augnhvítan í augunum á syni mínum vera svo blá, af hverju er það? Las einhversstaðar að það hefði eitthvað með augnlit seinna meir að gera, er það rétt?
Kv. Sandra


Sæl Sandra

 

Ég hef aldrei heyrt þetta og heldur ekki þeir hjúkrunarfræðingar sem ég talaði við sem hafa mikla reynslu í ungbarnavernd.  Vissulega getur hvítan verið mismunandi hvít en hvort það tengist augnlit veit ég ekki.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. maí 2008.